Fara í efni
Fréttir

Vilja reglur sem fyrst um farsíma í grunnskólum

Bæjarfulltrúar Framsóknar á Akureyri, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson munu leggja til á fundi bæjarstjórnar næsta þriðjudag að settar verði reglur um farsímanotkun í grunnskólum Akureyri og taki gildi í síðasta lagi um næstu áramót. Þetta kemur fram í grein eftir bæjarfulltrúana sem birtist á Akureyri.net í dag.

„Mikil umræða hefur verið undanfarið um símanotkun barna- og ungmenna í grunnskólum og skort á stafrænu læsi. Það er frábært þegar þjóðþekktur aðili eins og Þorgrímur Þráinsson leggur orð í belg því þá virðist þjóðin hlusta en þá þarf líka að bregðast við og grípa til aðgerða,“ segir í greininni.

Smellið hér til að lesa grein Sunnu og Gunnars

Smellið hér til að hlusta á viðtal við Þorgrím á Bylgjunni í vikunni