Fréttir
Vilja að ráðherra bjargi því sem bjargað verður
07.07.2023 kl. 14:30
Þórarinn Ingi Pétursson og Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmenn Framsóknar í Norðausturkjördæmi, hvetja Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra „til að rýna hvort einhvers staðar leynist óráðstafaðar aflaheimildir til að bæta í strandveiðar, til að bjarga því sem bjargað verður í ár,“ vegna þess að verulegt ójafnræði hafi skapast milli landsvæða og byggða í kjölfar lagabreytinga fyrir nokkrum árum.
Þingmennirnir skrifa grein um málið sem birtist á Akureyri.net í dag. Þeir segja lágmarkskröfu að jafnræði sé innan kerfisins eins og það sé hverju sinni. Til þess sé eflaust fleiri en ein leið, til dæmis sú sem lögð var til í frumvarpi ráðherra í vetur sem því miður hafi ekki náð fram að ganga.
Smellið hér til að lesa grein þingmannanna