Vikulegir pistlar: Hvað er gervigreind?
Undanfarnar vikur og mánuði hefur umræðan um gervigreind orðið sífellt háværari. Ýmsar skoðanir hafa komið fram, sumir telja að gervigreind sé lausn við öllum fyrirsjáanlegum áskorunum mannkyns, á meðan aðrir vara við mögulegum hættum sem fylgja þróuninni.
- Hvað er gervigreind?
- Stutt svar við þeirri spurningu er: Allt sem tölva gerir sem líkir eftir mannlegri greind eða getu er hægt að flokka sem gervigreind.
Magnús Smári Smárason, sem kallar sig lágkóða gagnagrúskara, mun fjalla um gervigreind í vikulegum pistlum á næstunni fyrir Akureyri.net. Þeir birtast alla þriðjudaga, sá fyrsti í dag.
Magnús fjallar um þetta merkilega fyrirbæri í sögulegu samhengi, þróun þess, kosti og galla, Á MANNAMÁLI – tilgangurinn er sem sagt ekki að segja sérfræðingum í gervigreind það sem þeir vita nú þegar heldur að fræða hinn almenna lesanda og styðja þannig við nauðsynlega samfélagsumræðu.
Smellið hér til að lesa fyrsta pistil Magnúsar Smára
Hver er Magnús Smári? Leið hans að gervigreindinni er óvenjuleg og skemmtileg! Smellið hér til að fræðast um hann.