Fara í efni
Fréttir

Viðvörun frá Veðurstofunni

Veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna lægðar sem gengur yfir landið á morgun. Viðvörunin fyrir Norðurland eystra tekur gildi klukkan fimm í fyrramálið og gildir til hádegis. Viðvörunin hljóðar svona: Norðvestan 13-18 m/s og snjókoma á fjallvegum með lélegu skyggni og versnandi asktursskilyrðum, en rigning eða slydda á láglendi. Sams konar viðvörun er fyrir Strandir og Norðurland vestra, nema hvað hún gildir frá kl. 23 í kvöld til hádegis á morgun.

Veðurspá fyrir allt landið, gerð kl. 18 í kvöld - vedur.is.

Suðlæg átt 8-15 m/s og rigning, einkum um vestanvert landið en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Vestlæg átt 10-18 í kvöld, hvassast sunnan- og vestanlands.

Norðvestan 10-18 m/s í fyrramálið, en 15-25 suðaustan- og austantil. Rigning norðanlands en slydda eða snjókoma til fjalla, annars úrkomulítið. Styttir upp eftir hádegi og dregur talsvert úr vindi. Vestan 5-13 seint á morgun, en norðvestan 10-15 austast. Hiti 2 til 12 stig, mildast á Suðausturlandi.