Fara í efni
Fréttir

Viðvaranir í gildi – mjög hvasst á Norðurlandi

Óvissustig almannavarna er í gildi vegna veðurs. Um hádegisbil ganga appelsínugular viðvaranir í gildi fyrir Breiðafjörð, Vestfirði og Norðurland allt, sem vara allt þar til næstu nótt. Gul viðvörun er í gildi annars staðar á landinu.

Almannavarnir ráða fólki frá því að vera á ferð milli landshluta á meðan versta veðrið gengur yfir, seinni partinn í dag.

Hvasst verður um allt land en mestur vindur á Norðurlandi. Ekki lægir fyrr en seint næstu nótt. Vegna veðursins hefur öllu innanlandsflugi verið aflýst fram eftir degi en flug milli Akureyrar og Reykjavíkur í kvöld er enn á áætlun.

Þá er vert að geta þessu að Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á mörgum helstu vegum, þar á meðal Holtavörðuheiði, fram á kvöld. Leiðir eru að vísu opnar en reikna má með að þeim gæti þurft að loka með skömmum fyrirvara.

Veðurstofan segir þetta um Norðurland eystra, frá hádegi í dag þar til klukkan þrjú aðfararnótt sunnudags:

  • Sunnan og suðvestan 20 til 28 metrar á sekúndu með snörpum vindhviðum við fjöll, hvassast vestantil, og einnig með éljum vestast um kvöldið með takmörkuðu skyggni. Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi og hætt við foktjóni.

Smellið hér til að sjá nánar útskýringar á litaviðvörunum Veðurstofunnar