Fréttir
Viðrar vel til sólbaða og annarra sumarstarfa
12.07.2021 kl. 11:14
Starfsmenn á vegum Akureyrarbæjar hafa unnið við lagfæringar gatna víða í bænum undanfarið. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Ekkert lát verður á veðurblíðunni í bráð. Sólin hefur nú haldið sig „heima við“ í rúmlega hálfan mánuð og verður á sínum stað í dag og á morgun, með 18 til 21 stigs hita. Skýin skoða leiki mannanna á miðvikudag og fimmtudag skv. spám en þó verður hlýtt, mest um og yfir 15 stig, á föstudag á að rigna og það meira að segja töluvert um kvöldið og víst er að það gleður marga. Haft hefur verið á orði að gróður sé að skrælna á Akureyri og svolítil rigning er orðin langþráð. Sá dagur virðist þó einungis verða undantekning frá reglu síðustu vikna því sólin skín skært á ný á laugardag með góðum hita.