Fréttir
Viðgerð lokið og samband komið á
20.01.2025 kl. 14:40
Starfsmenn Tengis við vinnu neðan við Laufás í morgun.
Viðgerð er lokið á ljósleiðarastreng Tengis í Grýtubakkahreppi og samband komið á. Strengurinn slitnaði í bítið í morgun vegna krapastíflu í Fnjóská eins og Akureyri.net greindi frá en eftir að losnaði um krapastífluna um hádegisbil lækkaði vatnsyfirborð árinnar verulega þannig að viðgerð gat hafast.
„Vel gekk að tengja stofnstrenginn og lauk þeirri vinnu nú fyrir skömmu og eru öll sambönd komin inn á ný. Einhver vinna er eftir á svæðinu, m.a. við frágang og tryggja strenginn eins og hægt er þar til unnt verður að gera varanlegar ráðstafanir,“ segir í tilkynningu sem birt var á vef Tengis.