Fara í efni
Fréttir

Við verðum að snerta hjörtu – segja sögur

„Ég er orðin þreytt á að þylja upp staðreyndir. Segja frá tölum og línuritum. Þekkingin ein og sér virðist ekki duga til. Við þurfum að kafa dýpra. Ná að snerta hjörtu. Segja sögur. Gera umhverfismálin persónuleg,“ segir í nýjum pistli Auðar H. Ingólfsdóttur alþjóðastjórnmálafræðings  fyrir Akureyri.net. 

Auður hefur síðustu 25 ár unnið beint og óbeint að umhverfismálum sem háskólakennari, fræðikona, innan stjórnsýslunnar og sem ráðgjafi. 

„Bjartsýnin sem ég fann fyrir í upphafi hefur vikið fyrir vonbrigðum yfir því hversu lítið hefur breyst til batnaðar. Þvert á móti þá siglum við sífellt nær þeirri brún sem gæti leitt til hruns vistkerfa. Þá er ég ekki bara að vísa í loftslagsbreytingar, sem hafa mest vægi í hinni opinberu umræðu, heldur ekki síður hversu mikið við höfum þrengt að náttúrunni og lífríki. Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða lífs á jörðinni og lífshættir okkar eru að grafa undan þessum stoðum.“

Smellið hér til að lesa pistil Auðar.