Við eigum allt, getum allt og megum allt
„Það eru ekki bara mannréttindi að vera Íslendingur heldur forréttindi. Ég gæti ekki verið lánsamari með þjóð. Við eigum allt, getum allt og megum allt.“
Þannig hefst grein Stefáns Þórs Sæmundssonar íslenskukennara með meiru sem birtist á Akureyri.net í dag. Stefán titlar sig einnig nokkurs konar skáld ellegar rithöfundur í frístundum. Ekki er útilokað að nokkurrar kaldhæðni gæti í skrifum hans ...
„Við erum nánast best í öllu og í raun aðeins einskær óheppni eða öfund annarra sem hefur komið í veg fyrir að við vinnum Júróvisjón nánast hvert ár, verðum heimsmeistarar í handbolta karla, Evrópumeistarar í knattspyrnu kvenna og hljótum reglulega Nóbelsverðlaun á hinum ýmsu sviðum enda er okkur ekkert ómögulegt. (Tja, nema kannski að skapa réttlátt og mannsæmandi þjóðfélag).“
Smellið hér til að lesa grein Stefáns Þórs.