Fara í efni
Fréttir

Verslun Tengis flyst í nýtt hús á Norðurtorgi

Gengið frá samningnum. Frá vinstri: Ari Pétursson, Auðunn Svafar Guðmundsson og Pétur Bjarnason frá Klettási/Norðurtorgi, Þórir Sigurgeirsson og Arnar Árnason frá Tengi.

Verslun Tengis flyst á Norðurtorg á fyrri hluta árs 2024. Forráðamenn fyrirtækisins og Klettáss, eiganda Norðurtorgs, gengu frá samningi þess efnis í gær.

Tengi, sérvöruverslun með allt sem tengist hreinlætis- og blöndunartækjum fyrir bað og eldhús, hefur verið til húsa við Baldursnes. Nýja verslunin verður í húsi sem reist verður á næstu misserum norðan við núverandi stórhýsi verslunarkjarnans Norðurtorgs.

Nýja húsið verður 1700 fermetrar að stærð og mun Tengi leigja öðrum hluta þess rýmis „eins lengi og við komumst af með,“ segir Þórir Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Tengis. „Við getum haft mikil áhrif á hvernig hönnunin verður á húsinu, bæði að utan og innan sem er meiriháttar gott mál. Það eru mikil gleðitíðindi að fá framtíðarhúsnæði fyrir Tengi sem mun duga okkur næstu áratugina eða svo, frábært að geta mótað húsnæðið eftir okkar þörfum og gert það að okkar.“