Fara í efni
Fréttir

Vel gert við tekjulágar barnafjölskyldur

Oddvitar flokkanna sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar segja, í grein sem birtist á Akureyri.net í dag, að því fari fjarri að sveitarfélagið hlunnfari fjölskyldufólk, eins og fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn hafi haldið fram undanfarið.

„Staðreyndin er sú að þær breytingar sem gerðar hafa verið á gjaldskrá og afsláttarkjörum í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins hafa orðið til þess að tekjulágt fjölskyldufólk ætti að hafa töluvert meira á milli handanna en áður var,“ segja Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannsson og Hulda Elma Eysteinsdóttir.

„Enn fremur hefur verið samþykkt að lækka þær gjaldskrár sem snúa að börnum og viðkvæmum hópum frá 1. september nk. eins og samkomulag við sveitarfélögin kvað á um í tengslum við kjarasamninga og alltaf stóð til að gera. Allt tal um að sveitarfélagið hafi ekki ætlað að taka þátt í því verkefni eru orðin tóm og beinlínis rangfærslur sem líklega er ætlað að slá nokkrar pólitískar keilur.“

Smellið hér til að lesa grein Heimis Arnar, Hlyns og Huldu Elmu.