Fréttir
Vel búnir ferðamenn á „fallegum“ sumardegi
11.05.2022 kl. 12:30
Kuldalegir ferðamenn af Bolette eða Hamburg við Akureyrarkirkju í morgun; Bolette í fjarska. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Tvö skemmtiferðaskip komu til Akureyrar í morgun, Bolette og Hamburg, þau fyrstu eftir að sumarið gekk formlega í garð 21. apríl. Áður höfðu tvö skip komið í heimsókn á árinu, annað í mars og hitt þegar nokkrir dagar lifðu enn af vetri um miðjan apríl. Ferðamenn af skipunum röltu um bæinn í morgun og margir gerðu sér ferð upp í Lystigarð.
Í gær gránaði í fjöll og hiti í dag er um fimm gráður. Þrátt fyrir að veðrið sé ekki upp á það besta virtust a.m.k. flestir í sólskinsskapi! Galdurinn er líklega bara að klæða sig vel og setja upp sparibrosið, hvað sem tautar og raular.