Fara í efni
Fréttir

Vegir lokaðir vegna snjóflóðahættu

Mynd frá því í desember þegar björgunarsveitarmenn úr Strákum á Siglufirði aðstoðuðu ökumenn á Siglufjarðarvegi. Þar er óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu eins og í Ólafsfjarðarmúla. Mynd af síðu Stráka.

Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla er enn lokaður. Þar féll snjóflóð í gærkvöldi og skv. Vegagerðinni er enn snjóflóðahætta á sæðinu. Einnig er lokað um Almenninga, norðan Siglufjarðar, af sömu ástæðu. Að öðru leyti er víðast hver vetrarfærð á Norðurlandi og víða éljagangur eða snjókoma, segir á vef Vegagerðarinnar.