Fara í efni
Fréttir

Veðurútlit gott „fram að Stekkjastaur“

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku segir að þótt aðeins kólni nú um miðja vikuna og sums staðar frysti um stund, séu allar líkur á að það hlýni fljótt aftur. „Á Akureyri er þannig spáð á nýjan leik +5°C um helgina,“ skrifar Einar á vef Bliku.

Einar segir að skv. áhugaverðri nýjustu mánaðarspá Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa ( ECMWF) séu greinilegar breytingar að verða í lofthringrásinni við Norður-Atlantshaf. „Þráláta lægðasvæðið fyrir sunnan land mun gefa sig og þar með „bakflæðisstaðan“ með mildu A-áttinni. Yfir Skandinavíu nær að byggjast talsvert hæðarsvæði sem teygir anga sína til Bretlandseyja. Við það berast lægðir vestarlega við Grænlands og um Grænlandssund.“

Nánar hér á vef Bliku.