Fara í efni
Fréttir

Varið ykkur á símtölum frá svikahröppum

Borið hefur á því undanfarið að hringt er í fólk úr erlendu númeri og reynt að svindla á því. Þetta kemur fram á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Þar segir:

„Erum undanfarið búin að fá nokkrar tilkynningar frá fólki sem er búið að fá símtöl úr erlendu númeri þar sem að viðkomandi er sagður að vera eigandi af bifreið sem hafi lent í umferðaróhappi. Síðan er sá sem hringt var í, spurður hvort hann vilji nokkuð fara í gegnum tryggingarnar og beðinn um nánari upplýsingar. Sá sem hringir verður mjög reiður ef því er neitað og hótar að gera meira mál úr þessu. Sá sem hringir hefur talað íslensku en mjög bjagaða að sögn tilkynnanda. Þetta er klárlega einhver tilraun til svika og við hvetjum ykkur til að vera vel á varðbergi ef þið fáið slík símtöl.“