Fréttir
Varar við lúpínu í Krossanesborgum
08.06.2022 kl. 07:00
Ljósmynd: Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson, fyrrverandi formaður skipulagsnefndar Akureyrar, varar við útbreiðslu lúpínu í Krossanesborgum.
„Síðastliðin tvö ár hefur borið á því að lúpína er að ryðja sér leið inn í Borgirnar og svæðið er sannarlega viðkvæmt fyrir slíkri innrás. Nauðsynlegt er að bregðast við og skylda umhverfisyfirvalda að vakta og bregðast við þessari innrás. Ljóst er að á aðeins fáeinum árum gæti ásýnd Borganna gjörbreyst og náttúrlegt séríslenskt yfirbragð tapast,“ segir Jón Ingi í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun. „Reikna með að allir vilji halda í þau markmið að þarna ráði íslenskur gróður ríkjum og Krossanesborgir haldi gildi sínu sem slíkar.“
Smellið hér til að lesa grein Jóns Inga