Fréttir
Útför Björgvins verður streymt á Jaðri í dag
27.10.2021 kl. 10:45
Björgvin Þorsteinsson bíður átekta á 18. flöt á lokahring sínum á Íslandsmótinu á Akureyri í sumar - 56. Íslandsmótinu sem hann tók þátt í. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Björgvin Þorsteinsson, hæstaréttarlögmaður og einn fremsti kylfingur Íslands, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í Reykjavík í dag.
Útför Björgvins verður streymt á skjá í húsakynnum Golfklúbbs Akureyrar að Jaðri klukkan 15.00.
Golfklúbbur Akureyrar mun bjóða upp á kaffiveitingar meðan á athöfn stendur og eru félagsmenn og aðrir gestir velkomnir. Golfklskálinn verður opinn frá klukkan 14.30 til 16.00.