Fara í efni
Fréttir

Útför Ágústs Herberts Guðmundssonar

Fjöldi fólks stóð heiðursvörð frá bílastæði kirkjunnar upp að Eyrarlandsvegi á meðan líkbíllinn og aðstandendur Ágústs heitins óku hjá. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Ágúst H. Guðmundsson, athafnamaður og körfuboltaþjálfari, var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag. Séra Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, jarðsöng. Tónlist fluttu Eyþór Ingi Jónsson, Valmar Väljaots, Kristján Edelstein, Friðrik Ómar Hjörleifsson og Hera Björk Þórhallsdóttir. Líkmenn, sem báru kistuna úr kirkju, voru vinir og skólafélagar Ágústs; Heimir Guðlaugsson, Hafsteinn Bragason, Hallgrímur Hallgrímsson, Jón Örn Guðmundsson, Einar Pálmi Sigmundsson, Sigvaldi Stefánsson, Axel Björnsson og Stefán Eyfjörð Stefánsson. Fjölmargir stóðu heiðursvörð, frá bílastæði kirkjunnar upp að Eyrarlandsvegi; þar voru m.a. ýmsir Þórsarar, bæði núverandi og fyrrverandi leikmenn körfuboltaliðs félagsins, frímúrarar og vinir þeirra hjóna auk formanns Körfuknattleikssambands Íslands.

Minningargreinar um Ágúst á Akureyri.net fyrr í dag

Hluti heiðursvarðarins, fremst Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands.