Unnið myrkranna á milli við mokstur
Vel gengur að hreinsa snjó af götum og gangstígum Akureyrar. Mikið snjóaði í vikunni eftir nánast snjólausan vetur fram að því; hátt í 30 cm jafnfallinn snjór var í bænum þegar fólk lyfti höfði af koddanum að morgni þriðjudags svo mikil vinna beið þeirra hópa sem sjá um hreinsa bæinn. Unnið hefur verið nánast myrkranna á milli síðan, helstu umferðarleiðir voru mokaðar strax á þriðjudag, síðan göngustígar og íbúðagötur. Enn er töluvert vinna framundan og ekki víst að náist að moka allar götur fyrir áramót. Hætt er við að ræsa þurfi moksturstækin á ný strax í upphafi því gera má ráð fyrir mjög slæmu veðri á nýársdag, norðaustanstormi og snjókomu.
Sumir bílar hafa ekki verið hreyfðir síðan fór að snjóa aðfararnótt þriðjudags. Myndin er tekin á Oddeyri í dag.
Helgamagrastræti er oft illfært þegar mikið snjóar. Myndin var tekin í gær.