Fara í efni
Fréttir

Ungbarnamessa í Akureyrarkirkju

Ungbarnamessa verður haldin í Akureyrarkirkju ídag, sunnudag 23. júní klukkan 11.00.

„Í ungbarnamessu bjóðum við foreldrum með börn á fyrsta og öðru ári til gæðastundar í Akureyrarkirkju þar sem séra Hildur Eir veitir létta fræðslu um skírnina, hvað hún er og merkir í lífi barnsins,“ segir í tilkynningu frá kirkjunni.

„Sigrún Magna býður upp í Krílasálmastund með börnum og foreldrum þar sem litlu börnin eru leidd inn í ævintýraheima tónlistarinnar. Í lok stundarinnar fer fram skírnarblessun þar sem foreldrar bera börn sín upp að altarinu og þau minnt á fyrirheiti skírnarinnar. Yndisstund í kirkjunni fyrir ungbörn og foreldra.“