Fréttir
Umferðartakmarkanir í bænum um helgina
02.08.2024 kl. 09:15
Að venju verður umferð takmörkuð um ákveðnar götur í tengslum við viðburði hátíðarinnar Einnar með öllu sem haldin verður á Akureyri um helgina. Tilgangurinn með lokununum er að tryggja öryggi gesta og þátttakenda í viðburðunum. Ákveðnum götum eða götuhlutum í miðbænum verður lokað frá fimmtudagskvöldi og út helgina, en öðrum að hluta eða öllu leyti í tengslum hlaupaleiðir í Súlur vertical hlaupinu og lokatónleika hátíðarinnar.
- Í allt sumar
Göngugata - Hafnarstræti frá Kaupvangsstræti að Skipagötu, lokuð í allt sumar - Frá kl. 18 fimmtudaginn 1. ágúst til hádegis mánudaginn 5. ágúst
- Listagilið, Kaupvangsstræti frá Skipagötu að Eyrarlandsvegi, lokað frá kl. 18 á fimmtudegi til hádegis mánudaginn 5. ágúst
- Túngata frá Gránufélagsgötu að Strandgötu
- Strandgata frá Hofsbót að Ráðhústorgi
- Skipagata frá Hofsbót að Ráðhústorgi - Takmörkun á umferð og umferðarhraða frá kl. 20:30 sunnudaginn 5. ágúst þar til fimm mínútum yfir miðnætti
- Drottningarbraut frá Kaupvangsstræti að Aðalstræti
- Austurbrú
- Hafnarstræti frá Kaupvangsstræti að Suðurbrú
- Suðurbrú (milli Hafnarstrætis og Drottningarbrautar) - Leyfilegt að leggja í vegarkanti
- Drottningarbraut frá Aðalstræti suður að Leiruvegi - Umferðarstýring og götulokanir vegna Súlur vertical hlaupsins laugardaginn 3. ágúst kl. 11-18, eða þar til síðasti hlaupari kemur í mark
- Gangbraut yfir Hlíðarbraut við Hlíðarfjallsveg
- Borgarbraut frá Norðurslóð að göngustíg við Klettaborg
- Klettaborg (frá nr. 5) að Byggðavegi og yfir Byggðaveg eftir Sjafnarstíg
- Þórunnarstræti frá Sjafnarstíg að Brekkugötu
- Brekkugata, umferðarstýring að Helgamagrastræti
- Brekkugata, lokað frá Helgamagrastræti niður að Ráðhústorgi, Klapparstígur einnig lokaður
Sjá einnig á myndunum hér að neðan og á akureyri.is.