Fréttir
Umferðartafir í tveimur fjölförnum götum
14.08.2023 kl. 14:41
Rauðu strikin sýna þá hluta Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis sem um ræðir.
Frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 15. ágúst, og áfram næstu daga verða tafir á umferð og röskun á strætóferðum um tvær fjölfarnar götur, Þingvallastræti og Þórunnarstræti.
Unnið verður við fræsingu og malbikun vestari akreinar Þórunnarstrætis, frá Byggðavegi að Hamarstíg, og á báðum akreinum Þingvallastrætis, frá Byggðavegi og yfir Mýrarveg, eins og sjá má á loftmyndinni með fréttinni. Auk þess má búast við hvössum brúnum.
Tafir verða á umferð um þessar götur og röskun á ferðum strætisvagna, leiðum 1, 5 og 6. Leið 1 mun aka um Byggðaveg og Hamarstíg meðan á malbikun stendur, en leiðir 5 og 6 aka um Hrafnagilsstræti og Mýrarveg.