Fara í efni
Fréttir

Umferð hleypt á veginn við Þverá

Ekið yfir ræsið í Þverá nýjan leik. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Umferð hefur verið hleypt á veginn yfir Þverá á Eyjafjarðarbraut eystri, sunnan Akureyrar, þar sem hann stórskemmdist í miklum vatnavöxtum fyrir ári síðan – 30. júní 2021.

Neðra lag bundins slitlags hefur verið lagt en það efra verður lagt á allra næstu dögum. Því var frestað í byrjun vikunnar vegna rigningar. Þá verður vegrið sett upp fljótlega.

Vegna mikils straumþunga Þverár grófst undan veginum við ræsið þar sem áin rann í gegn og síðan hefur verið notast við gömlu brúna við hlið ræsisins.

Frétt frá 30. júní 2021 – Vegurinn við Þverá stórskemmdur

Frétt frá 15. júlí 2021 – Gífurlegt verk framundan við Þverá