Fara í efni
Fréttir

Um 350 bílförmum efnis ekið úr lóninu

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Mjög heitt var í veðri norðanlands í sumar, eins og mörgum er eflaust í fersku minni. Leysingar voru miklar í hitanum og lónið við Glerárvirkjun I, þá gömlu, fylltist nánast eftir gífurlegan framburð í kraftmiklu flóði fyrri hluta júlímánaðar, eins og Akureyri.net greindi frá í sumar.

Í mörg ár hefur efni reglulega verið mokað úr lóninu, yfirleitt á tveggja til þriggja ára fresti, og snemma í þessum mánuði var hafist handa; verktakafyrirtækið GV Gröfur keypti efnið í útboði og starfsmenn þess hafa unnið að því að moka efni úr lóninu og aka burt. Guðmundur V. Gunnarsson hjá GV Gröfum telur að fyrirtækið nýti um 3.500 rúmmetra efnis, í fyllingar hér og þar við ýmsar framkvæmdir. Magnið er um 350 bílfarmar og hafa stórir vörubílar fyrirtækisins verið í stöðugum ferðum upp á síðkastið. Guðmundur segir að annað eins magn sem barst í lónið í leysingunum sé of fíngert til að það nýtist, og því sé mokað yfir stífluna og renni til sjávar.

Akureyri.net hefur myndað lónið af og til undanfarna mánuði eins og sjá má hér að neðan.

29. desember - í dag.

23. desember

20. desember

16. desember

4. desember

1. desember

17. ágúst

10. ágúst

15. júlí