Fréttir
Tvö tjaldsvæði á Akureyri um helgina
14.06.2023 kl. 18:30
Tjaldsvæðið að Hömrum. Ljósmynd: Kristófer Knutsen - af vef Akureyrarbæjar
Þó svo tjaldsvæðið við Þórunnarstræti sé ekki lengur til staðar sem slíkt verða tvö tjaldsvæði í boði á Akureyri um komandi helgi.
Aðgangur á tjaldsvæðinu að Hömrum verður takmarkaður þannig að þar verður 18 ára aldurstakmark og yngri einstaklingum vísað frá nema þeir séu í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum sínum. Ekki dugar að vera í fylgd með einhverjum eldri en 18 ára. Á Hömrum munu barnafjölskyldur hafa forgang og strangar kröfur verða gerðar um að næðisreglum verði fylgt. Þetta kemur fram í frétt á vef bæjarins.
Hinn valkosturinn er síðan tjaldsvæði Bíladaga, sem opnað var í gær og verður opið til sunnudagsins 18. júní. Það svæði er opið öllum gestum Bíladaga.