Fara í efni
Fréttir

Tveir heiðraðir og blómsveigur lagður

Séra Aðalsteinn Þorvaldsson og Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, við minningarreitinn um týnda og drukknaða sjómenn. Mynd: Þorgeir Baldursson

Sjómannamessa var í Akureyrarkirkju í dag, í tilefni Sjómannadagsins. Séra Aðalsteinn Þorvaldsson messaði og Kór Akureyrarkirkju söng undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.

Sjómannafélag Eyjafjarðar heiðraði tvo sjómenn í dag, þá Kristin Pálsson og Brynjar St. Jacobsen. Þeir eru vel að heiðrinum komnir, segir á Facebook síðu félagsins – eins og nærri má geta. „Óskum þeim og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn og megi gæfan fylgja þeim um ókomna tíð,“ segir á síðu félagsins.

Að messu lokinni var blómsveigur lagðir við minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn, í minningarreit við kirkjugarðinn á Naustahöfða. Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, lagði blómsveiginn og séra Aðalsteinn Þorvaldsson flutti stutta bæn.

Kristinn Pálsson og Brynjar St. Jacobsen voru í dag heiðraðir af Sjómannafélagi Eyjafjarðar. Mynd af Facebook síðu félagsins.

Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, lagði blómsveig að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn sem er við kirkjugarðinn á Naustahöfða. Mynd: Þorgeir Baldursson

Séra Aðalsteinn Þorvaldsson flutti bæn við minnisvarðann um týnda og drukknaða sjómenn áður en Trausti Jörundarson lagði þar blómsveig.