Tónleikar á morgun til styrktar Birnu
Lífið er núna - tónleikar til styrktar Birnu Kristmundsdóttur verða haldnir á Verkstæðinu neðst við Strandgötu á Akureyri annað kvöld, fimmtudagskvöld. Birna, sem er fædd 1988 og búsett á Akureyri, hefur greinst þrisvar með krabbamein.
Vinir Birnu sem standa fyrir tónleikunum fá húsið endurgjaldslaust og allir tónlistarmennirnir gefa vinnu sína. Aðgangseyrir rennur því óskiptur til Birnu.
Á tónleikunum koma eftirtaldir fram:
- Hljómsveitin Angurværð
- Stebbi Jak
- KÁ/AKÁ
- Rúnar Eff
- Bergsveinn Arilíusson
- Fanney Kristjáns
- Vala Eiríks
Oddur Bjarni Þorkelsson verður kynnir kvöldsins. Aðgangseyrir er 3.000 krónur. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00.
Í tilkynningu segir meðal annars um Birnu:
„Hún hefur greinst þrisvar með krabbamein fyrst í leghálsi í enda árs 2017, fór í keiluskurð tvisvar með stuttu millibili, seinni í apríl 2018.
Árið 2019 verður Birna ófrísk af syni sínum, meðgangan gekk vel og eignuðust þau, Birna og Víðir, hann Kristmund í maí 2020. Birna og Víðir gifta sig þá um sumarið í fallegri athöfn á Grundarfirði í heimabæ Birnu. Birna greindist aftur með leghálskrabbamein og fór beint í geislameðferð og lyfjagjöf. Hún lýsti því yfir að vera krabbameinslaus september 2021 en í apríl 2022 var krabbmeinið búið að dreifa sér út í eitla og er Birna því enn að berjast með það að markmiði að halda sjúkdómnum niðri.“
Hægt er að styrkja Birnu beint á styrkarreikning hennar:
- Reikningur: 0123-15-021188
- Kennitala: 191288-2039
Einnig verður á staðnum bás með söluvarningi frá Krafti. Kraftur er fjölþætt stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra
Bankareikningur Krafts:
- 327-26-112233
- Kennitala: 571199-3009
Miðasala er á tix.is og einnig verður hægt að greiða við inngang.