Fara í efni
Fréttir

Tómlæti verður að linna í umhverfismálum

Jón Ingi Cæsarsson, fyrrverandi formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra (HNA) segir neyðarlegt fyrir Akureyri, sveitarfélag sem vilji láta taka sig alvarlega í umhverfismálum, að eini svifryksmælir bæjarins sé bilaður og ekki líkur á að hann komist í lag á næstunni.

Hann segir að HNA hafi beint þeim tilmælum til Akureyrarbæjar árið 2019 að keyptur yrði nýr svifryksmælir til bæjarins. Ekkert hefði gerst og tilmælin því ítrekuð í sumar. „Ef Akureyri vill vera í fararbroddi í umhverfismálum þá verður þessu tómlæti að linna,“ skrifar Jón í grein sem hann sendi Akureyri.net til birtingar í dag.

Smellið hér til að lesa grein Jóns Inga Cæsarssonar.