Fara í efni
Fréttir

Tímaskekkja að láta kennitöluna ráða

Opinberum starfsmanni skal segja upp – veita lausn, eins og það er orðað í lögum – frá og með næstu mánaðamótum eftir að hann nær 70 ára aldri. Sverrir Páll Erlendsson, fyrrverandi menntaskólakennari, kallar þetta tímaskekkju, í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun.

Sverrir Páll segir umræður um að hið opinbera láti kennitölu ráða m.a. stafa af því að margir sem ná þessum aldri séu „enn fullfrískir andlega og líkamlega og hafa sumir auk heldur bæði löngun og vilja til að láta gott af sér leiða í fáein ár til viðbótar. Una því ekki að vera strikaðir út eða skolað niður úr kerfinu fyrir þá sök eina að hafa orðið sjötugir.“ Vissulega séu margir fegnir að hætta og sumum henti að ljúka störfum talsvert löngu fyrr. En sumir vilji vinna lengar.

„Á þessu máli er til einföld lausn. Það er lagabreyting sem felur í sér að skipta út einu orði í [í lögum] um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Að fella brott orðið SKAL en setja þess í stað orðið . Að starfslok séu sveigjanleg. Vegna þess að starfsmaður verður ekki ónýtur á einum degi.“

Smelltu hér til að lesa grein Sverris Páls.