Fréttir
Tímabundin grímuskylda á Sjúkrahúsinu
22.08.2024 kl. 17:04

Sjúkrahúsið á Akureyri tilkynnti fyrir skömmu að komið hafi verið á grímuskyldu fyrir heimsóknargesti, tímabundið. Er þetta sagt gert til að fyrirbyggja möguleika á smitum. Ákveðið var að setja á grímuskyldu fyrir heimsóknargesti á legudeildum, bráðamótttöku og göngudeild lyflækninga á Sjúkrahúsinu.
Grímuskyldan á við eftirfarandi deildir og mega heimsóknargestir sem hafa einkenni sem geta samrýmst öndunarfærasýkingu ekki koma í heimsókn á eftirfarandi deildir. Þá er einnig sagt mikilvægt að huga að því hvort einhver í nærumhverfi sé með smitandi sjúkdóm.
- Lyflækningadeild
- Skurðlækningadeild
- Barnadeild
- Fæðingadeild
- Geðdeild
- Gjörgæsludeild
- Göngudeild lyflækninga
- Bráðamóttöku
- Legudeild Kristnesspítala