Fréttir
Tímabært að bærinn aðstoði Kisukot
11.03.2022 kl. 06:00
„Ef ekki væri fyrir Kisukot og það góða starf sem þar fer fram veit ég ekki hvar eða hvenær dagar Tomma hefðu verið taldir,“ segir Kristín M. Jóhannsdóttir í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun. Hún er eigandi ellegar þjónn hefðarkattarins Tomma, eins og hún kallar hann; kattar sem lenti í fellibúri frá Kisukoti fyrir nokkrum árum.
Ragnheiður Gunnarsdóttir hefur rekið Kisukot, kattaraðstoð á heimili sínu í áratug en tilkynnti í vikunni að hún myndi loka á næstu dögum. Kristín segir alla kattavini kunna Ragnheiði endalausar þakkir og segir tíma til kominn að Akureyrarbær taki þátt í þessu mikilvæga verkefni og útvegi Ragnheiði húsnæði og rekstrarfé.
Smellið hér til að lesa grein Kristínar.