Fara í efni
Fréttir

Tímabært að bærinn aðstoði Kisukot

„Ef ekki væri fyrir Kisukot og það góða starf sem þar fer fram veit ég ekki hvar eða hvenær dagar Tomma hefðu verið taldir,“ segir Kristín M. Jóhannsdóttir í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun. Hún er eigandi ellegar þjónn hefðarkattarins Tomma, eins og hún kallar hann; kattar sem lenti í fellibúri frá Kisukoti fyrir nokkrum árum.

Ragnheiður Gunnarsdóttir hefur rekið Kisukot, kattaraðstoð á heimili sínu í áratug en tilkynnti í vikunni að hún myndi loka á næstu dögum. Kristín segir alla kattavini kunna Ragnheiði endalausar þakkir og segir tíma til kominn að Akureyrarbær taki þátt í þessu mikilvæga verkefni og útvegi Ragnheiði húsnæði og rekstrarfé.

Smellið hér til að lesa grein Kristínar.