Fréttir
Til hamingju með daginn, Akureyri!
29.08.2022 kl. 06:00
Ljósmynd: Sigurður Baldursson
Í dag er afmælisdagur Akureyrar, 160 ár eru síðan bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Sigurður Baldursson, fallhlífarstökkvari, tók þessa stórglæsilegu mynd nokkrum dögum fyrir 125 ára afmæli bæjarins árið 1987 og birtist hún stór á baksíðu Morgunblaðsins. Hann gaf Akureyri.net góðfúslegt leyfi til að birta myndina aftur nú.
Það eru Sigurður Bjarklind og Brynjar Ágústsson sem svífa þarna með hátíðarfána bæjarins á 180 kílómetra hraða í um það bil 8000 feta hæð. Þeir þremenningarnir stukku tvisvar, Siggi tók 25 myndir á gömlu filmuvélina í hvoru stökki og sú besta var svo valin til birtingar.
Akureyri.net óskar Akureyringum nær og fjær til hamingju með daginn!