Fara í efni
Fréttir

Þunglyndi, vinátta og mikill söknuður

Jón Óðinn Waage hefur skrifað marga afar áhrifamikla pistla fyrir Akureyri.net síðustu misseri. Í dag segir hann frá vináttu þeirra Arnars Gunnarssonar sem saknað hefur verið síðan í byrjun mánaðarins. Arnar er Akureyringur, búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Umfangsmikil leit að  honum hefur engan árangur borið.

„Þegar ég flutti út til Svíþjóðar fyrir átta árum síðan var ég ekki í góðu jafnvægi. Alvarlegt þunglyndi þjáði mig með öllum þeim myrku hugsunum sem því fylgir. Ég ræddi það ekki við nokkurn mann, en á einhvern undarlegan hátt skynjaði hann það,“ skrifar Jón Óðinn og vísar til Arnars vinar síns. „Það fór svo að við spjölluðum oft saman þó svo að við værum alltaf í sitthvoru landinu, ég í Svíþjóð en hann ýmist á Íslandi, í Þýskalandi eða í Færeyjum. Það voru góð samtöl. Hægt og rólega fór hann að opna á líðan sína, honum leið ekki vel og hafði sennilega aldrei gert það.“

Pistlinum lýkur Jón Óðinn á þessum orðum: Elsku vinur minn Arnar Gunnarsson, ég sakna þín ákaflega.

Smellið hér til að lesa pistil Jóns Óðins