Fara í efni
Fréttir

Þrjú smit í gær - enginn á Covid deildum SAk

Hjúkrunarfræðingarnir Berglind Júlíusdóttir, verkefnastjóri Covid göngudeildar SAk, og Sigríður Sólveig Stefánsdóttir ásamt Pálma Óskarssyni yfirlækni. Þau sinna öðrum en Covid sjúklingum þessa dagana. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þrír greindust Covid-smitaðir innanlands í gær, þar af voru tveir í sóttkví. Tíu reyndust smitaðir við skimun við komu til landsins.  Enginn liggur á Covid-deildum Sjúkrahússins á Akureyri eins og er, einn var þar fyrir helgi - á gjörgæslu - en var útskrifaður um helgina.

Á upplýsingafundi almannavarna, sem nú stendur yfir, benti Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á að vilji þeir Íslend­ing­ar sem búa er­lend­is ná að verja jóla­hátíðinni með sín­um nán­ustu sé síðasti mögulegi komudagur til landsins 18. des­em­ber. Verklag verði óbreytt á landa­mær­um, tvö­föld sýna­taka og fimm til sex daga sótt­kví á milli, og fólk þyrfti því að koma tímanlega til að eiga mögu­leika á að vera laust úr sótt­kví á aðfanga­dag.