Fréttir
Þórunn Egilsdóttir fv. alþingismaður er látin
10.07.2021 kl. 20:15
Þórunn Egilsdóttir, fyrrverandi þingmaður og oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, lést í gær á Sjúkrahúsinu á Akureyri, 56 ára að aldri. Hún hafði glímt við krabbamein síðustu misseri.
Þórunn var fædd í Reykjavík 1964 en eftir stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands fluttist hún á Vopnafjörð til kennslustarfa. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni, og saman hófu þau sauðfjárbúskap á Hauksstöðum í Vesturárdal. Þórunn gegndi fjölda trúnaðarstarfa eystra; var til dæmis kosin í sveitarstjórn 2010 og varð strax oddviti. Vorið 2013 var hún kjörin á Alþingi.
Nánar um Þórunni hér á vef Austurfréttar