Fara í efni
Fréttir

Þórsarar að næla í aðra Huldu Ósk

Hulda Ósk Bergsteinsdóttir körfuknattleikskona hefur samið við Þór um að leika með liðinu í Subway-deildinni. Mynd: thorsport.is.

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samvið við Huldu Ósk Bergsteinsdóttur um að leika með liði Þórs í Subway-deildinni í körfubolta á komandi tímabili. Þetta kemur fram í frétt á vef félagsins núna síðdegis.

Þar segir um Huldu Ósk að hún sé 24ra ára miðherji, 180 sentímetrar að hæð. Hún kemur til félagsins frá KR, en uppeldisfélag hennar er Njarðvík.

Hulda Ósk var valin í lið ársins í 1. deildinni í vetur af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni, annað árið í röð. Hulda spilaði 28 leiki með KR síðastliðinn vetur, skoraði að meðaltali 12,3 stig í leik, tók 6,7 fráköst, gaf 1,9 stoðsendingar og með 15,6 framlagspunkta að meðaltali í leik.