Fara í efni
Fréttir

Þórhallur formaður Sjálfstæðisfélagsins

Þórhallur Jónsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar á aðalfundi þess á dögunum. Hann hafði betur í formannsslag við Jóhann Gunnarsson og Jóhann Gunnar Kristjánsson, fráfarandi formann. Þórhallur hlaut 49 atkvæði. 79 gild atkvæði voru í formannskjörinu. Þetta kemur fram á islendingur.is, vef  félagsins. Þar kemur fram að Þórhallur var áður formaður félagsins 2016 til 2018 og hefur setið í stjórn frá 2014. Hann var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili og er nú varabæjarfulltrúi.

Með Þórhalli í aðalstjórn félagsins voru kjörin: Ragnar Ásmundsson, Svava Þ. Hjaltalín, Þórhallur Harðarson og Þórunn Sif Harðardóttir. Í varastjórn voru kjörin: Bjarni Sigurðsson, Emelía Bára Jónsdóttir, Jóhann Gunnarsson, Vilmundur Árnason og Daníel Sigurður Eðvaldsson.