Þór Sigurðsson – minningar
Útför Þórs Sigurðssonar, offsetljósmyndara, söngvara, hestamanns og safnvarðar, verður frá Akureyrarkirkju í dag, mánudag 10. júní kl. 13.00. Þór fæddist 9. júní 1949 í Þingvallastræti 18 á Akureyri. Hann lést 21. maí 2024 á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Foreldrar Þórs voru Kristín Bjarnadóttir húsfreyja f. á Seyðisfirði 1909, d. 1984, og Unnar Sigurður Oddsson Björnsson prentsmiðjustjóri, f. í Kaupmannahöfn 1901, d. 1975.
Systkini Þórs: Geir, f. 1924, d. 1993, Bjarni, f. 1934, d. 1996, Sólveig, f. 1936, d. 1991, Ingibjörg, f. 1940, Ragnar, f. 1942, og Oddur, f. 1945.
Eiginkona Þórs var Herdís Stefánsdóttir frá Sauðárkróki, f. 1951. Þau giftust árið 1974 en Herdís lést 1999.
Börn Herdísar og Þórs eru Stefán, f. 1974, Sigurður, f. 1978, og Þórdís, f. 1989. Synir Stefáns og Elenu Semjonovu Júrísdóttur, f. 1982, eru Daníel Semjonov, f. 2006, og Gabríel Þór, f. 2011.
Eftirtalin skrifa minningargrein um Þór á Akureyri.net í dag. Smellið á nöfn höfunda til að lesa grein.