„Þið megið bera skömmina að eilífu“
Samúel Ívar Árnason skrifaði mjög áhrifamikinn pistil á Facebook síðu sína í dag um Arnar Gunnarsson, bróður sinn, sem týndist 3. mars og fannst látinn 2. apríl. Bræðurnir eru báðir kennarar og handboltaþjálfarar.
Samúel Ívar lýsir í pistlinum ótrúlegri framkomu fólks við Arnar heitinn; segir frá illkvittnum orðrómi, gagnrýnir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands harðlega fyrir meðhöndlun áskana sem því bárust í garð Arnars, og talar um foreldraofbeldi í íþróttum og vanhæfni viðbragðsaðila.
„Á endanum hafði Arnar minn ekki kraftinn til að standa af sér þennan storm, þrátt fyrir að hann hefði þéttan vinahóp á bak við sig, þar á meðal einstaklinga innan íþróttafélagsins HK. Þið sem stóðuð að baki þessum stormi megið bera skömmina að eilífu og ættuð að mínu mati að halda ykkur fjarri öllu íþrótta og tómstundastarfi héðan í frá, þið eruð ekki hæf til verksins,“ skrifar Samúel Ívar meðal annars.
Smellið hér til að lesa pistil Samúels Ívars