Fara í efni
Fréttir

„Þetta verður algjör náttúruperla“

Jón Heiðar Rúnarsson skógarhöggsmaður. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Jón Heiðar Rúnarsson hefur farið fyrir skógarhöggsmönnum við grisjun skógar í Vaðlareit, gegnt Akureyri, undanfarnar vikur. Þar verður útbúinn göngu- og hjólastígur og vatnslögn lögð frá Vaðlaheiðargöngum að Skógarböðunum, sem unnið er við í landi Ytri-Varðgjár við rætur Vaðlaheiðar.

Grisjun gekk mjög vel, enda vanir menn á ferð – landsliðið í bransanum, eins og Jón Heiðar hefur orðað það.

Hér má sjá Jón Heiðar fella stórt tré um miðja síðustu viku - og í neðra myndbandinu segir hann frá vinnunni, og lýsir því hve sannfærður hann er um að útvistarsvæðið verði vel heppnað.

Nánar um verkefnið síðar.