Fara í efni
Fréttir

Þegar foreldri fær krabbamein – erindi

Hádegiserindi verður flutt í dag, þriðjudag, í húsnæði Krabbameinsfélags Íslands og erindinu streymt til þess að fólk um allt land geti fylgst með. Erindið hefst klukkan 11.30 og streymt verður til kl. 13.00.

„Viðburðinn er í tilefni Bleiku slaufunnar. Það getur tekið á að þurfa að segja barninu sínu frá því að foreldri hafi greinst með krabbamein. Það skiptir hins vegar máli fyrir barnið að veikindum sé ekki haldið leyndum fyrir því og að það fái upplýsingar sem hæfa aldri og þroska. Í Bleiku slaufunni í ár segir Ásdís Ingólfsdóttir sína sögu og kemur m.a. inn á hvaða áhrif veikindi hennar höfðu á börnin,“ segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu.

Smellið hér til að horfa á erindið í streymi.