Fara í efni
Fréttir

Þar sem heimspeki og menntun mætast

Málþing til heiðurs Guðmundi Heiðari Frímannssyni prófessor emeritus verður haldið í Háskólanum á Akureyri í dag og hefst klukkan 13.00 í Hátíðarsal skólans. Yfirskrift málþingsins er Þar sem heimspeki og menntun mætast.

„Guðmundur Heiðar Frímannsson prófessor markaði djúp spor á ferli sínum innan Háskólans á Akureyri. Fyrst við undirbúning stofnunar Kennaradeildar og síðar sem fyrsti starfsmaður hennar og forstöðumaður/deildarforseti í fjórtán ár,“ segir í tilkynningu frá skólanum.

„Guðmundur Heiðar kom að kennslu og umsjón námskeiða, einkum í heimspeki menntunar og siðfræði, leiddi þróunarstarf á því sviði og sinnti leiðsögn nemenda í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi. Sérþekking hans og reynsla hefur komið háskólanum vel. Hann hefur verið virkur í rannsóknum og starfað í fjölmörgum fastanefndum, ráðum og tímabundnum starfshópum við háskólann. Einnig átti Guðmundur Heiðar sæti í fyrsta doktorsnámsráðinu sem skipað var 2018.“

DAGSKRÁ

13:00 Setning málþings – Birna María B. Svanbjörnsdóttir, deildarforseti Kennaradeildar HA og Bragi Guðmundsson, prófessor við Kennaradeild HA

13:10-13:30 Um heiðursmanninn og menntahugsuðinn Guðmund Heiðar Kristján Kristjánsson, prófessor við Háskólann í Birmingham

13:30-13:45 Upphaf kennaranáms við Háskólann á Akureyri Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi rektor HA

13:45-14:00 Minni leikskólakennaranáms við Háskólann á Akureyri – Guðrún Alda Harðardóttir, fyrrverandi dósent við HA

14:05-14:20 Að starfa með og feta í fótspor farsæls deildarforseta – Anna Þóra Baldursdóttir, fyrrverandi formaður Kennaradeildar HA

14:20-14:35 Siðfræði og mannkostir Guðmundar Heiðars - Sigurður Kristinsson, prófessor við HA

14:40-14:55 „Þú veist, heimspekifuglinn flýgur bara mishátt sko, hann er þannig gerður.“ Hugleikur – samræður til náms Jórunn Elídóttir, dósent við HA, Jenný Gunnbjörnsdóttir, sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar HA og Sólveig Zophoníasdóttir, aðjúnkt við HA

15:00-15:15 Borgaramennt og mannréttindi barna – Ragný Þóra Guðjohnsen, lektor við HÍ

15:15-15:30 Fetað í fótspor: Heimspeki menntunar og siðfræði í HA – Garðar Ágúst Árnason, prófessor við HA

15:30-15:40 Þakkir fyrir hönd HA – Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA og Elín Díanna Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor HA

15:40-15:50 Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor emeritus við HA

16:00-17:30 Móttaka í Miðborg með léttum veitingum

Grein um Guðmund Heiðar á vef HA – Tvöfaldur Íslandsmeistari í karlaflokki í stórsvigi og sveitasvigi