Fara í efni
Fréttir

Talmeinafræðingum stillt upp við vegg

„Þann 14. desember síðastliðinn færðust stór bros yfir mörg andlit og hamingjuóskum rigndi yfir okkur, nýlega útskrifaða talmeinafræðingana, þegar frétt birtist með fyrirsögninni „Skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga afnumið“. En hvað svo?“

Þannig hefst grein sem Brynhildur Þöll Steinarsdóttir og Brynja Dögg Hermannsdóttir, talmeinafræðingar á Akureyri, sendu Akureyri.net og birtist í dag.

Þær segja að þrátt fyrir tíðindin 14. desember hafi Sjúkratryggingar Íslands enn ekki tekið út tveggja ára ákvæðið en stilli talmeinafræðingum upp við vegg með óraunhæfum kröfum.

„Við viljum síst trúa því að um vinsældarákvörðun ráðherra hafi verið að ræða, en það er í höndum hans að fylgja þessu mikilvæga máli eftir. Það er einlæg ósk okkar að tveggja ára ákvæðið verði strax afnumið og í kjölfarið verði haldið áfram með samningaviðræður á milli talmeinafræðinga og SÍ.“

Smellið hér til að lesa grein Brynhildar og Brynju.