Fara í efni
Fréttir

Talmeinafræðingar ekki bara fyrir börn

Málefni talmeinafræðinga hafa töluvert verið til umfjöllunar undanfarið vegna „tregðu SÍ við að taka nýja talmeinafræðinga á samning þrátt fyrir æði langa biðlista barna sem þurfa á talþjálfun að halda. En það eru ekki bara börn sem nýta sér þjónustu talmeinafræðinga,“ skrifar Ingunn Högnadóttir, talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri, í tilefni Dags talþjálfunar, sem talmeinafræðingar víðsvegar um Evrópu halda í dag, 6. mars.

„Á Íslandi starfa nokkrir talmeinafræðingar í endurhæfingu, m.a. á Landspítalanum, Sjúkrahúsinu á Akureyri og á Reykjalundi. Þessir talmeinafræðingar þjónusta einna helst fullorðið fólk sem glímir við kyngingartruflanir, talvandamál eða málstol í kjölfar slysa, sjúkdóma eða veikinda á borð við heilablóðföll,“ segir Ingunn.

Smellið hér til að lesa grein Ingunnar.