Fara í efni
Fréttir

Taktu Sögu Akureyrar í þínar hendur – nú er lag

Evrópska nýtnivikan hefst um helgina og af því tilefni gefst bæjarbúum tækifæri til að eignast 4. og 5. bindi af Sögu Akureyrar sér að kostnaðarlausu.
 

„Verið er að jafna lagerstöðu á bókaflokknum og ætlar Akureyrarbær því að gefa eintök af síðustu tveimur bindunum sem saman ná yfir árin 1919 til 1962,“ segir í tilkynningu frá bænum. Þetta mikla ritverk Jóns Hjaltasonar sagnfræðings er hið glæsilegasta og uppspretta mikils fróðleiks um sögu höfuðstaðar Norðurlands.

Fram kemur að bækurnar verði hægt að nálgast á Amtsbókasafninu frá mánudegi til föstudags, 20.-26. nóvember. „Verið velkomin á Amtsbókasafnið og takið Sögu Akureyrar í ykkar hendur,“ segir í tilkynningunni.