Fréttir
Takmörkuð gæði í geðheimum Akureyrar
02.06.2024 kl. 15:00
Stjórn Grófarinnar harmar stöðuna í geðheilbrigðismálum á Akureyri. Þetta kemur fram í grein sem Arnar Már Arngrímsson skrifar fyrir hönd stjórnarinnar og birt er á Akureyri.net í dag.
Arnar Már segir að fullt af úrræðum sé í boði en það sem bíði þeirra sem taki það skref að leita sér aðstoðar sé – bið.
Hann segir:
- Það er óásættanlegt að bíða þurfi mánuðum saman eftir að komast að hjá geðlækni.
- Það er óásættanlegt að fleiri komist ekki að á göngudeild SAk eða í geðheilsuteymi HSN.
- Það er óásættanlegt að þurfa að greiða sálfræðikostnað (sem getur hlaupið á hundruðum þúsunda) úr eigin vasa.
- Nú síðast barst sú fregn að það standi til að loka dagþjónustu göngudeildar geðdeildar í sex vikur í sumar. Það er óásættanlegt að draga úr þjónustu á sumrin.
- Að nafninu til er legudeildin opin á sumrin en þar er þjónustan skert og lítið við að vera. Og við þetta má bæta að legudeildin hefur verið í óhentugu bráðabirgðahúsnæði í áratugi.
Smellið hér til að lesa grein Arnars Más.