Takið öll þátt í umræðu um símareglur í skólum!
Fulltrúar meiri- og minnihluta í fræðslu- og lýðheilsuráði Akureyrar hvetja alla – nemendur, foreldra og starfsmenn – til að taka þátt í umræðu um tillögur um símareglur í grunnskólum bæjarins.
Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, og Gunnar Már Gunnarsson, bæjarfulltrúi Framsóknar, skrifa saman grein málið sem birtist á Akureyri.net í morgun.
Í nýrri könnun sem fræðslu- og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar stóð fyrir kom fram skýr vilji foreldra, nemenda og starfsmanna til að samræma símareglur í grunnskólum og settur var á laggirnar starfshópur sem á að koma með tillögur um framhaldið.
„Sem fulltrúar bæði meiri- og minnihluta í fræðslu- og lýðheilsuráði viljum við hvetja alla – nemendur, foreldra og starfsmenn – til að taka þátt í umræðunni og láta í sér heyra. Málefni unga fólksins eru enda mikilvægustu mál hvers samfélags,“ segir Heimir og Gunnar.
Smellið hér til að lesa Heimis og Gunnars