Fara í efni
Fréttir

Tafir á umferð vegna flutnings húseininga

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur bent ökumönnum á að núna í morgunsárið megi búast við töfum á umferð á og við Akureyri vegna flutnings á húseiningum. Um ræðir fjölmargar flutningabifreiðar sem verða á ferð í lögreglufylgd. Lögreglan mun þurfa að loka gatnamótum víða um bæinn. 

Reiknað er með að bílalestin kom inn í bæinn úr norðri klukkan rúmlega níu, ekið verður suður Hörgárbraut, Glerárgötu og Drottningarbraut og síðan yfir Leiruveginn og áfram austur til Húsavíkur.

Lögreglan biður vegfarendur að sýna þessu tillit og virða lokanir lögreglu, þær séu nauðsynlegar í slíkum verkefnum.