Sýnilegir áverkar og stafrænt ofbeldi
Hvað myndirðu gera ef barnið þitt kæmi heim með sýnilega áverka?
Þannig hefst greinin Ósýnilegur áverkar ofbeldis eftir Ölfu Dröfn Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem birtist á Akureyri.net í dag.
Þar fjallar Alfa Dröfn um stafrænt ofbeldi og vekur athygli á Sexunni, stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk í grunnskólum, sem er hugsuð sem hvort tveggja fræðsla og forvörn fyrir bæði þátttakendur verkefnisins sem og þau sem njóta afrakstursins.
Markmiðið er að fræða börnin um mörk og samþykki, en „einnig um tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis, þ.m.t. um slagsmál ungmenna, tælingu og nektarmyndir en samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Fjölmiðlanefndar um nektarmyndir á meðal grunnskólabarna kemur fram að 51% stúlkna og 22% stráka hafa verið beðin um nektarmynd.“
Smellið hér til að lesa greina Ölfu Drafnar.