Fara í efni
Fréttir

Sveit GA hreppti silfurverðlaunin

Sveit Golfklúbbs Akureyrar varð í öðru sæti og hreppti silfurverðlaun á Íslandsmóti golfklúbba sem lauk á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Akureyringar mættu liði Golfklúbbs Mosfellsbæjar í úrslitum og tapaði 3:2. Mosfellingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í bráðabana á 19. holu. Jafnara gat að ekki verið.

Sveit Golfklúbbs Akureyrar. Frá vinstri: Valur Snær Guðmundsson, Skúli Gunnar Ágústsson, Ólafur Auðunn Gylfason, Lárus Ingi Antonsson, Örvar Samúelsson, Tumi Hrafn Kúld, Víðir Steinar Tómasson, Eyþór Hrafnar Ketilsson, Heiðar Davíð Bragason og Veigar Heiðarsson. Mynd af vef Golfsambands Íslands.

Smellið hér til að sjámyndasyrpu á vef Golfsambands Íslands.